miðvikudagur, janúar 27, 2010

Skamm skamm

Hæ og hó mamma mín skammast sín bara talsvert þegar hún kíkir hingað inn í fyrsta sinn í marga mánuði. Síðasta færsla síðan 1.nóvember? Einhvern tíma var þessari síðu nú haldið betur við.

Mamma ætlar samt ekki að segjast ætla að loka síðunni ennþá. Hún ætlar í það minnsta að passa að eiga alla gullmolana sem hafa hrunið af vörum mínum í gegnum tíðina. Þeir eru ómetanlegir.

Annars er ég hress og sprækur. Æfi fótboltann á fullu og er glaður og kátur í skólanum. Mér hefur farið mikið fram segir kennarinn, bæði í lestrinum og skriftinni. Svo finnst mömmu og pabba ég hafa verið ofsalega góður á nýja árinu og geðvonskan öll á undanhaldi. Sem er nú gott.
Ragnheiður Gróa er líka ótrúlega hrifin af bróður sínum - lyftist öll upp við að sjá hann og finnst gott að príla á honum á morgnana þegar hún fær (líka) að koma í mömmu og pabba rúm. :)

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

gaman ad sja ad mamma thin er ekki alveg ad loka a thig strumpurinn minn

7:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home