fimmtudagur, júlí 03, 2008

Afmælispiltur

Er það nú glötuð mamma sem ég á sem ekki skrifar einu sinni færslu á afmælisdaginn manns. En semsagt í gær átti ég afmæli og það 7 ára! Mömmu finnst ég alveg hreint óhugnalega stór og fullorðinn og trúir því varla að hún eigi svona stóran strák.
Í tilefni dagsins komu afar mínir og ömmur í mat ásamt Halldóri, Huldu og Hirti Snæ og Tullu frænku sem verið hefur í heimsókn frá Svíþjóð. Fullorðna fólkið reif í sig dýrindis nautasteik meðan við strákarnir lékum okkur úti í garði. Við fengum svo einhverja skitna hamborgara því allt hitt var búið þegar við komum loksins inn.
En á morgun held ég afmæli fyrir krakkana í bekknum/hverfinu og svo er annað afmæli í næstu viku fyrir ættingja og aðra vini. Þess vegna held ég því óhikað fram að ég eigi afmæli tvo daga í viðbót.

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

thad er ekki amalegt ad eiga 3x afmaelisdaga.

8:32 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ elskan mín, innilega til hamingju með afmælið. Ég er nú ljóta "frænkan" að hringja ekki í þig á afmælisdaginn. Man ennþá svo vel eftir fæðingardeginum þínum en þá heyrði ég í þér í símanum frekar óhressum ;) Við Herdís María komum í bæinn á þriðjudaginn og það væri gaman að fá að kíkja við ef að þið eruð heima og knúsa þig. Síminn minn er dauður/ónýtur svo það væri gott ef að mamma þín sendi mér mail. Knús þín MajBritt

12:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home