laugardagur, september 22, 2007

Ártúnsskóli20 ára

Í dag á skólinn minn afmæli. Í tilefni dagsins var að sjálfsögðu blásið til veislu og við vorum öll boðin. Ég, pabbi, mamma og Matti fórum niðrí skóla og þar var verið að segja frá skólanum og svo var verið að kveðja hann Ellert Borgar sem var búinn að vera skólastjóri í skólanum í 20 ár en er núna að hætta. Þar var lesið upp ljóð um hann sem amma Unnur hafði búið til, mamma mín heyrði nú reyndar minnst af því af að ég var svo óþekkur!! Hmm mér gefst ekki mjög vel að vera þar sem þess er krafist af mér að ég sitji lengi kyrr í einu. Mamma er stundum alveg hissa hvernig mér gengur að vera í skólanum en hún Kristín kennari segir að ég sé alltaf eins og engill.

Næst liggur leiðin í vesturbæinn þar sem við ætlum að kíkja á hann frænda okkar hann Kára Kjartansson. Hann er pínulítill, bara nokkra vikna. Algjör rúsína!! Svo förum við í Borgó í kvöld og gistum á hótel Hamri. Já geri aðrir betur á einum laugardegi! :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home