mánudagur, júní 11, 2007

Nokkrir molar

Á föstudaginn var mamma mín að sækja mig í leikskólann og tók eftir því að ég var með hræðilega skítugar hendur. Þegar mamma spurði mig hvað ég hefði eiginlega verið að gera var ég alveg viss
"ég var að jarða kartöflur"
***********
Við fórum norður um helgina litla fjölskyldan. Sóttum Matta bróður og fórum á Mývatn á laugardeginum. Við bræður höfðum um margt að spjalla og meðal annars kom til umræðu hvert við hefðum ferðast (enda um óvenjuferðavana drengi að ræða) og eins og venjulega var stutt í metinginn....
Egill Orri: ég hef farið til Bandaríkjanna og til Boston
Matti: ég hef farið til Afríku, það er alveg satt
Egill Orri: en þeir eru rosalega fátækir í Afríku. Þeir eiga bara einn pening og ef þeir selja hann þá eiga þeir enga penginga
***********
Á laugardaginn á svo að halda upp á afmælin okkar og í boði verða pizzur fyrir gestina. Mamma spurði okkur hvað við vildum á pizzurnar og ég svaraði að ég vildi skinku, ananas og ost
Marteinn vildi pepperoni og ananas. Þá vildi ég auðvitað líka pepperoni en mamma minnti mig þá á að mér fyndist pepperoni ekkert gott.
Matti: Já Egill, þér finnst ekki pepperoni gott
Egill Orri: Júúúúhú mér finnst það víst gott [2 sek. seinna eftir mjög stutta umhugsun] Hvað er pepperoni?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Egill... þetta er mjög rökrétt hjá þér, maður jarðar kartöflur.
Þú ert dásamlegur
Kveðja
Ása Björk

11:51 f.h.  
Blogger Inga Lara said...

Okkur Arna fannst thetta mjog fyndid og sendum ther knus fra Istanbul

8:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home