mánudagur, janúar 22, 2007

Það má alltaf reyna það

Það er ennþá smá barátta í mér að fá að skríða upp í til mömmu á nóttunni. Í gærkvöldi til dæmis var ég alls ekki á því að sofna í mínu rúmi og fannst í raun algjör óþarfi að fara að sofa yfirleitt. Varð mér, máli mínu til stuðnings, úti um armbandsúr og spurði svo "mamma! hvenær er nóttin búin?". "Kl. 8 í fyrramálið" var svarið enda er mér yfirleitt dröslað á lappir þá. "En klukkan er alveg að verða 8 í fyrramálið" sagði ég og benti á úrið góða. Já það má alltaf reyna það.
Mamma var samt hörð á því að taka þessi rök ekki gild og leiddi mig inn í rúm þar sem ég lagðist með semingi. "En mamma, ég er svo hræddur" - "ástin mín, það er ekkert að vera hræddur við, það er ljós frammi á gangi og bróðir þinn er hérna í neðri kojunni". "En ég er svo hræddur við sjálfan mig" -
er þá ekki fokið í flest?

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

thad for i verra, hvernig getur madur haett ad vera hraeddur vid sjalfan sig?

9:15 e.h.  
Blogger Maja pæja said...

hehe.. hann er svo úrræðagóður ;)

11:10 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home