fimmtudagur, júlí 06, 2006

Hjá ömmu er best að vera

Mér var dröslað með til Reykjavíkur í gær en fékk óvænt að verða eftir hjá ömmu Gróu. Ekki leiddist mér það nú mikið. Þar er nú best að vera. Amma er ekki bara ótrúlega dugleg að leika við mig heldur var Marteinn bróðir minn líka í pössun þar og við bræðurnir erum lygilega duglegir að leika okkur. Það er ekki vesenið á okkur bræðrum. Ofurhetjuleikir, bílaleikir, kattaleikir og boltaleikir - alls konar leikir og allavegna leikir. Ég er svona soldið að leggja Marteini lífsreglurnar þar sem ég er nú heilu árinu eldri og veraldarvanur heimsborgari. Bý í útlöndum og svona. Hristi gjarnan hausinn ef Marteinn spyr að einhverju sem mér finnst kjánalegt og muldra 'oooh hann er svo vitlaus' en útskýri af kostgæfni það sem spurt er að. Já það er nú munur að vera svona klár eins og ég!
Á laugardaginn rennur svo langþráð afmæli upp, þ.e.a.s. veislan sjálf. Þá get ég (að eigin sögn) loksins orðið 5 ára og haldið áfram með lífið. Það er nefnilega búin ríkja þvílík kyrrstaða og óvissa í þessum málum síðan mér var sagt að veislan yrði haldin viku eftir sjálfan afmælisdaginn. Nú er bara að vona að sem flestir vinir mínir sjái sér fært að mæta.

2 Comments:

Blogger Maja pæja said...

þessi kisuleikur er rosalega fyndinn "ég má vera kisan af því að ég á afmæli" þá þurfti Matti augljóslega að vera kattareigandinn ha ha ha ha... mjög fyndið

6:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

elsku Egill Orri!!

Ég hlakka svo mikið til að koma í afmælið þitt.. varla búin að tala um annað! svo fer að styttast í mitt líka (þann 29. ágúst) sjáumst hress á laugardaginn :)

bkv. Guðrún Elfa

10:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home