Hæ hó jibbí jei og jibbí jei

Það er kominn 17. júní! Hér í Lundi skín sólin skært þó að eins og þrír rigningardropar hafi að vísu fallið um það bil sem hátíðarhöldin okkar byrjuðu hérna á Kjemmanum. Við fórum nefnilega öll upp í 7-u og fengum vöfflur með rjóma og rabbabarasultu - nammi namm og svo var farið í leiki og svoleiðis.
Núna er ég að leika við Leó og Freyju og af umræðunum að dæma erum við að leika mamma, pabbi og börn.

Annars erum við mamma búin að búa til sérstakt niðurtalningarblað þar til að amma Unnur og Árni frændi koma í heimsókn en tilhlökkunin er mikil. Ég krossa samviskusamlega yfir hvern reit eftir því sem dagarnir líða og núna eru bara 8 dagar þar til þau koma. Þá ætlum við sko í ferðalag og skoða hvar mamma mín átti heima í Gautaborg þegar hún var lítil. Ég held það verði skemmtilegt og svo förum við líka í Liseberg sem er stórt tívolí. Ég sagði ömmu minni að við skyldum bara leyfa Árna og mömmu að fara í rússíbanana en ég og hún skyldum bara fara í hringekjurnar " og amma! svo treffumst við bara öll bakeftir" já já sænskan er nú ekki mikið að þvælast fyrir mér.
4 Comments:
Já, Egill minn, amma telur líka dagana þar til hún hittir ykkur og vonar að sólin hadi afram að skína í Svíþjóð þó hún komi úr Rigningarlandinu.
bara 6 dagar þangað til
ammsa Unnur
hvad verdur svo um saenskuna thegar ad thu kemur til Islands i sumar? gleymist hun eda geymist hun?
Tja ég held nú að hún geymist, mömmu minnar sænska geymdist nú bara ágætlega í 22 ár svo mín hlýtur að geymast smá í 2 mánuði.
Amma! Veðrið á að vera svona áfram, það segja spárnar amk.
Skrifa ummæli
<< Home