mánudagur, júní 26, 2006

Ströndin og amma!


Í gær var sko frábær dagur. Þá fórum við mamma með Leó Erni og foreldrum hans til Lomma á ströndina. Þetta fannst mér nú lífið sko, sem mamma mín var mjög ánægð að uppgötva þar sem síðast þegar ég var á strönd (Ítalíu 2003) fannst mér ströndin ekki par geðslegur staður, sat eins og lítil pempía á sólbekk og ef ég kom við sandinn gretti ég mig ógurlega og sagði "mamma, þuððka Eji Oðþa" (Mamma þurrka Egil Orra). Nema hvað í gær kútveltist ég bæði í sjó og sandi án þess að finnast það neitt óþægilegt eða ógeðslegt. Ég er m.ö.o. orðinn strandvænn ferðafélagi.
Um kvöldið var svo slegið upp dýrðargrilli á þrjúunni hjá Leó og ég gat leikið mér við alla vini mína (sem eftir eru á Kjemmanum!). Þetta var ágæt leið fyrir mig til að stytta biðina eftir langþráðri komu ömmu Unnar og 'Ábbna' frænda sem birtust svo hjá okkur um kl. 22 í gærkvöldi. Þvílíkir fagnaðarfundir, ég stökk upp um hálsið á þeim báðum og var ótrúlega glaður lítill strákur þegar ég lognaðist út af kl. 23 í gærkvöldi.
Í dag er svo stefnan tekin á Gautaborg og Liseberg þar sem ég fæ að gista á hóteli - jahá það leiðist mér nú ekki - litla flottræflinum. Segi ykkur betur frá því síðar.
Að lokum sendi ég stórt knús og koss til Ingu frænku minnar sem á afmæli í dag!

4 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Já ég man eftir þér á Ítalíu, meiri pempían sem að þú varst þá ;) algjör snyrtipinni á ströndinni en það fór minna fyrir pempíugangi þegar að við vorum inn í bæ as in "henda sér í jörðina" taktíkin :-)
Það lítur út fyrir að það sé hreinlega yndislegt þarna úti hjá ykkur og ég hlakka mjög mikið að fá ykkur heim :)

12:48 e.h.  
Blogger Maja pæja said...

Ég get ekki kommentað á síðuna þín Sigrún :( kemur að kommentin mín þurfi að vera samþykkt af þér! eru þau svona svæsin ;)

5:30 e.h.  
Blogger Inga Lara said...

takk fyrir afmaeliskvedjuna strumpurinn minn. Vid erum greinilega lik: flottraeflar sem fila ad gista a flottum hotelum.

8:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

To a nail, lost a war.(wow gold) In a particular press to see(wow power leveling) such a foreign minyan: In order to (wow gold)receive a nail, we have lost a mati Tie In order to(wow power leveling) get a piece of mati Tie, we have lost a Pi Junma In order to get(wow gold) a Pijun ma, we (wow power leveling)have lost a(wow gold) jockey; To be a jockey, we lost a war victory. This is the first (Rolex)under general minyan at(World of Warcraft gold) first glance, but careful consideration, you(wow power leveling) will find that it contains a layer of the important essence of life: learn to give up, have a maturity. To a mati Tie and eventually lead to (wow gold)lose a war, this is not know how early to give up the consequences. Wise said: two disadvantages of the value comes light, the right to( World of Warcraft gold)choose the two-phase benefit. a folder to be the tail of the gecko already know how to give up the tail, the preservation of(wow power leveling) life, let alone we are full of (power leveling)the wisdom of mankind? ! in everyone's life, always (powerleveling)have in the face of choice, a choice, there is bound to give up, we have to learn is to( power leveling)pay a painful price, to give up local interests and preserve the overall interests. In chess, there are not "abandoning single-car" this trick? as the saying goes: not old, not new. sometimes, even (power leveling)the most precious things to know in good time to give up. when you( powerleveling)graduated from junior high school, in the face of a sincere friendship, you(powerleveling )will Yiyibushe. But think back, and only bid farewell to middle school, high school usher in a(rs gold )new life, can meet new friends. The recent shift is not on this? Finally, a celebrity's life motto In( gold wow)conclusion: Life is like theater, everyone is their own lives in the only director. Only Institute of choice, people will know how to give up the Chewu life, Xiaokan life, the life Habitat has Seasky.

2:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home