þriðjudagur, júní 13, 2006

Sommarland

Í dag var nú lúxsusdagur. Ég fékk að eiga frí á leikskólanum og mamma fór með mig í Tosselilla sem er svona skemmtilegt leikland/vatnsgarður. Þar vorum við allan daginn og sleiktum sólina, busluðum í sundlaugunum og fórum í fullt af tívolítækjum. Mamma mín var soldið grimm við mig og reyndi allt hvað hún gat til að pína mig í vatnsrennibraut þar sem maður renndi sér niður á svona stórum slöngum eða kútum. Ég var nú ekki á því, var að vísu stórkallalegur í fyrstu en hugrekkið fékk skjótan enda þegar á hólminn var komið. Eftir þetta vorum við mamma pínu reið út í hvort annað en svo sættumst við nú fyrir rest og mamma baðst afsökunar á því að hafa verið að pína mig til að gera eitthvað sem ég vildi ekki. Við fundum líka aðra skemmtilega rennibraut sem okkur fannst báðum skemmtileg. Ég hafði á orði við mömmu mína "mamma, þú mátt alveg pína mig að fara í þessa rennibraut!". Svona er maður nú samvinnuþýður.
Mamma mín er nú ekki mikill ljósmyndari en svona var þetta nú fallegur dagur á Skáni í dag.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er eiginlega besta bloggið á vefnum, Egill Orri er svo sniðugur og mamma hans segir mjög vel frá :-) Ég hlakka til þegar Tumi fer að prakkarast og maður getur farið að skrifa eitthvað svona fyndið hjá honum :)

10:16 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta er líka eitt af mínum uppáhalds bloggum :)
Kveðja
Kata skvís

3:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home