sunnudagur, júní 11, 2006

Gengið hreint til verks

Í dag vorum við mamma komin snemma á fætur og út í sólina sem skein skært. Ég lék mér fram að hádegi. Bæði einn og með Oscari og svo Leó sem gaf mér flottar gjafir sem amma hans hafði komið með handa okkur báðum. Ekkert smá góð. Eftir hádegi var mömmu minni orðið svo heitt að hún ákvað við skyldum skella okkur út á Bygglek. Það er svona tómstundaheimili hérna rétt hjá og þar er þessi fínasta buslulaug sem gott er að kæla sig í í hitanum. Þegar við vorum búin að vera þar í ca. tvo tíma fannst okkur komið gott og við fórum og keyptum okkur smá ís á Fäladstorginu. Áður en við lögðum í hann sagði mamma að við þyrftum að vera fljót því henni væri svo mál á klósettið. Nema hvað við fórum í búðina og keyptum ísinn. Ég vildi vera að hangsa við gosbrunninn á torginu þar sem ég sagðist ómögulega geta hjólað með ís í hendinni. Mamma bað mig að vera soldið fljótan að borða ísinn, hann myndi hvort sem er bráðna fljótt í sólinni og ítrekaði klósettþörf sína. "Mamma!" sagði ég og snéri mér eldsnöggt við "ertu búin að kúka á þig?"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home