föstudagur, júní 23, 2006

Midsommar


Ekkert er sænskara en Midsommar. Alls staðar hérna á Kjemmanum má sjá fólk búið að koma fyrir langborðum undir partýtjöldum og greinilegt að mikið stendur til.
Við mamma fórum að sjálfsögðu niðrí bæ, nánar tiltekið í Kulturen þar sem var búið að reisa forláta Midsommarstång sem dansað var í kringu. Það var 'hljómsveit' sem stjórnaði dansinum og söngnum og Svíarnir eru svo bráðsnjallir að notast bara við (mörg) sömu lögin og sungin eru um jólin svo sem Räven raskar över isen (já eða ängen), Små grodorna og Göngum við í kringum einiberjarunn (eða midsommarstång í þessu tilfelli). Sólin skein og við rákumst bæði á Leó + fjölsk. og Freyju&Elvar + fjölsk. og allir fengu ís. Gat ekki verið betra - og ég sem ætlaði ekki að fást til að fara.... ég sá nú ekki eftir því skal ég ykkur segja, það var rosalega gaman.
Nú erum við komin heim og ég farinn út að leika - að sjálfsögðu enda sól (með skýjaívafi) og ég í fríi í leikskólanum alveg fram á miðvikudag því hún amma mín kemur í heimsókn á sunnudaginn ÓJÁ!

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

mikid erud thid saet saman.
Inga fraenka filar Svia: somu loginn, minna sem hun tharf ad laera thvi hun er svo leleg ad laera texta og log

8:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home