laugardagur, júní 10, 2006

Folkets Park

Í dag fórum ég, mamma og Leó til Malmö og sleiktum sólina í Folkets Park. Það var ekkert smá gaman. Fyrst busluðum við í stóra gosbrunninum/buslulauginni en fengum svo að fara í hringekju og hoppukastala, róluvöll og bíla. Það var ekkert smá gaman. Á leiðinni út úr garðinum fór mamma og keypti ís handa okkur og meðan hún var í röðinni þá fengum við að fara aðeins aftur niður að buslulauginni. Nema hvað þar sem mamma stóð þarna og beið stukkum við skyndilega aftan að henni - gjörsamlega berrassaðir og rennandi blautir - Við höfðum sumsé ákveðið að fá okkur smá sundsprett og máttum ekkert vera að því að bíða eftir mömmu - hvað þá að fá leyfi. (mamma var sko búin að segja að við mættum ekki fara aftur ofaní). Ekki nóg með það heldur þegar hún kom með ísinn þá var nú auðvelt fyrir hana að finna okkur, hún fylgdi bara slóðinni af fötunum okkar en við höfðum bara hent þeim af okkur á leiðinni niður göngustíginn. Já já ansi hressir strákar þar á ferð og ekki vitund spéhræddir.
Á myndinni má sjá okkur í fyrri sundferðinni (þegar við vorum ennþá í fötum).

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

flottastir!!
-Katrín

11:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home