fimmtudagur, júní 08, 2006

Hamsturinn

Sjálfsbjargarviðleitnin er í hámarki þessa dagana. Í gær þar sem mamma mín lá uppi í sófa að lesa kom inn í íbúðina ungur (segjum 24-5) maður. Mamma mín hváði og spurði hann hvort hann væri nokkuð að villast. Nei hann hélt nú ekki, sagðist vera að koma með hamsturinn. Hamsturinn? Mamma mín var eitt spurningamerki og sagðist ekki kannast við neinn hamstur. "Nú?" sagði strákurinn "sonur þinn sagði að þú hefðir leyft honum að fá hamstur, við félagarnir eigum einn og vorum að spá í að losa okkur við hann, þú gætir fengið búrið og allt með honum".
Mamma mín útskýrði að um einhvern misskilning væri að ræða því við værum að fara til Íslands í sumar í 2 mánuði og gætum alls ekki tekið við neinum hamstri. Maðurinn sagðist skilja það ósköp vel og þakkaði pent fyrir sig. Ég var nú ekki sáttur við þessi málalok, síður en svo og fannst nú rétt að reyna að suða í mömmunni minni í ca. 15 mín í viðbót. Án árangurs. En það er sjálfsagt að reyna, ekki satt?

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Egill thu ert alveg otrulegur prakkari. gott hja mommu thinni ad vilja ekki svona rottu

8:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home