sunnudagur, apríl 16, 2006

Páskaeggjaát

Vaknaði kl. 07:00 og horfði á mína ástkæru Bolibompa og þegar mamma kom fram kl. níu sást vart tangur né tetur af því sem hafði einu sinni verið páskaegg nr. 4, gott ef það var ekki búið að narta smá í málsháttinn, sjaldan lýgur almannarómur. Ég var nú ekkert alveg að skilja hvað hann þýddi þrátt fyrir útskýringar mömmu minnar. Kl. ca. 13 komu svo Valdís og Katrín að spyrja eftir mér og ég fór að leika við þær og við lékum okkur sko allann daginn. Svo fórum við mamma í mat til þeirra núna í kvöld og ég lék mér meira þar og er núna steinsofnaður inni í rúmi kl. 21:37. Ekki búinn að éta nema ca. kíló af sælgæti í dag. Ef kenningar vísindamanna stæðust þá ætti ég að vera hlaupandi upp um veggi núna en mamma mín er nú afar þakklát fyrir að svo er ekki.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

svakalega varstu heppin ad fa svona stort paskaegg. eg fekk ekkert paskaegg i ar. kannski hef eg ekki verid nogu god, eda hvad heldur thu?

10:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home