laugardagur, apríl 29, 2006

Prakkarastrik dagsins

Garðurinn hérna í fimmunni hjá okkur mömmu er þannig að blokkirnar standa í tvö U-laga form sem standa á móti hvort öðru og langur göngustígur gengur svo í gegnum allt hverfið. Við búum sumsé í annarri íbúð frá göngustígnum og í dag var ég úti að leika mér við sænskan vin minn í garðinum. Þegar mamma mín kom út að tjékka á mér vorum við búnir að búa til reiðinnar býsn af drullukökum og grýta þeim í gaflinn á húsinu á blokkinni á móti - sem er einmitt íbúðin þeirra Kollu og Bjarka já og Matthildar sem passar mig stundum. Veggurinn var eins og eitt opið moldarflag og meira að segja smá svona pínu á glugganum hennar Guðnýjar. Mömmu minni var EKKI skemmt en ég skrúfaði á mig sakleysissvipinn og sagði "en mamma, við vorum bara að prófa". Oftar sem áður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home