laugardagur, mars 18, 2006

Vísir að tilvistarkreppu

Í gær höfðum við mamma bíókvöld. Þá slökkvum við öll ljós, kveikjum bara á kertum, horfum á video saman og borðum popp. Þetta finnst mér alveg óskaplega gaman. Í gær varð Fríða&Dýrið fyrir valinu en ég er nú öllu jöfnu frekar hræddur við þá mynd. Þegar myndin var aðeins byrjuð trúði ég mömmu minni fyrir eftirtöldu:
****
Egill Orri: Mamma, ég vil ekki verða stór
Mamma: Nú! Af hverju ekki?
Egill Orri: Ég vil ekki fá svona vinnu og svoleiðis, þá getur maður aldrei leikið sér
Mamma: En getur maður ekki leikið sér bara eftir vinnu?
Egill Orri: Júúúúu, en ég vil ekki missa þig [þetta var sko rétt eftir að Dýrið hafði hent pabba hennar Fríðu út úr kastalanum og Fríða hélt hún sæi hann aldrei aftur]
****
Mamma mín fullvissaði mig um að hún væri ekki að fara neitt og að ég yrði alltaf strákurinn hennar, líka þegar ég væri orðinn stór og kominn með vinnu.
Annars á hann Hjörtur Snær frændi minn afmæli í dag, verður 2 ára. Við mamma vonum að hann hafi fengið pakkann og eigi skemmtilegan dag. Til hamingju með afmælið Hjörtur Snær!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home