mánudagur, mars 27, 2006

Spilamennska

Í gær vorum við mamma að spila minni (e. memory). Í fyrsta sinn hafði ég sjálfur raðað öllum spjöldunum og var afar stoltur af sjálfum mér sem von var. Þegar spilið hófst fékk ég strax 5 samstæður í röð og fannst móður minni þetta nokkuð dularfullt.
Mamma: Voðalega ertu komin með margar samstæður Egill Orri - varstu nokkuð að svindla?
Egill Orri: Já!
**** Kjáni! Hvernig á maður annars að vinna? *****

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ Egill, ég var mikið að spyrja mömmu um þig um daginn og velta fyrir mér hvenær þú myndir flytja til Íslands og hvort ég myndi þá fá að hitta þig, mamma var nú viss um það að við myndum fá að hittast. Ég var líka hundlasinn um daginn með flensuna, var alveg viss um að það væri þess fuglaflensa sem alltaf er verið að tala um. Jæja bið að heilsa öllum, sérstaklega Freyju Maríu og Metu. Þinn vinur Tómas Helgi

p.s. mamma og pabbi eru búin að kaupa íbúð í unglingaholti (Norðlingaholti) en við flytjum samt ekki nærri því strax...

10:22 e.h.  
Blogger Sigrún said...

Hæ Tómas Helgi,

Ég er var einmitt á Spöket Laban í dag af því mamma var svo lengi í skólanum. Við mamma komum heim 29. júní og þú ert sko boðinn í afmælið mitt í byrjun júlí. Ég hlakka rosalega til að sjá þig og spyr mömmu oft um þig.

Mamma biður að heilsa og segir til hamingju með íbúðina. Við hlökkum til að sjá.

kær kveðja
Egill Orri

4:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home