þriðjudagur, mars 14, 2006

Sjarmör

Ég get verið alveg ótrúlega duglegur að dunda mér. Eins og núna þegar ég sit í rúminu hennar mömmu minnar og er að leika mér með nokkra Legokubba, talandi við sjálfan mig á sænsku, grunlaus um að móðir mín er ekki í alvörunni að læra heldur hlusta á mig og fylgjast með mér. Nú kem ég með gula plaststöng og segi "Mamma! stendur eitthvað vitlaust í þessari bók?" "Nei nei" segir mamma mín. "En ég skal alveg galdra hana, abrakabrabra og PÚ F F!, núna stendur -ég elska þig litla mamma- ". Mamma mín stenst mig ekki þegar ég er svona sætur og knúsar mig mikið. Þá geng ég aðeins á lagið og segi "Mamma! má ég kannski fá eina litla peru ef ég gef þér en puss och ett kram?"

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Og hvar var saenskan i thessari raedu? (i.e ad tala vid sjalfan sig?)

8:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home