föstudagur, mars 10, 2006

Einn tveir ...... enginn latur í Latabæ


Enn og aftur vorum við mamma boðin í mat til hennar Katrínar listakokks, Reynis og Leós vinar míns. Ég fór með íþróttaálfsbúninginn frá ömmum mínum með mér og Leó fór í sinn og við vorum heldur flottir. Reyndar er ég "aðeins" svona þreknari og breiðari en Leó svo búningurinn er pííííínulítið þrengri á mig en hann. Þetta fannst foreldrum okkar soldið skondið á að horfa en okkur var alveg sama og lékum okkur (að mestu) voðalega góðir inni í herbergi. Fengum snakk í poka með okkur og rústuðum herberginu hans Leós bara smá!
****************
Annars er Birta kærastan mín á heimleið í næstu viku. Mamma mín er nú ekkert mikið að ræða það við mig til að vekja ekki upp sárindin sem verða óhjákvæmileg í kjölfarið. Ég ætla nefnilega að giftast Birtu. Um daginn þegar við Leó vorum að ræða þetta vildi hann þá fá að giftast Katrínu (sem er líka með mér á deild) en ég sá nú alla vankanta á því þar sem ég tjáði honum að Mathias vinur minn væri búin að "panta" hana. Hann gat því ekki gifst henni. Í kvöld þegar þetta barst aftur í tal þá var ég aðeins búin að skipta um skoðun og sagðist sjálfur ætla að eiga þær báðar.
Það er nú gott að eiga eina til vara !! tíhí hí hí

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Það þarf nú bara að henda þér í ruslið sbr. þessa mynd ;)

6:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home