mánudagur, nóvember 21, 2005

Mamma lata

Humm ekki hefur hún móðir mín nú verið nógu dugleg að blogga síðustu daga. Það hefur nú svosem verið ósköp hversdagslegt lífið hjá okkur líka. Leikskóli, skóli, sjónvarp, bað, borða, sofa o.s.frv. Ég fékk reyndar að gista hjá Leó vini mínum á laugardagskvöldið, sem var auðvitað mjög mikið sport. Steinsofnaði strax og ég kom upp í rúm sagði mamma hans Leós mömmu minni - það væri nú notalegt ef ég gerði það sama heima hjá mér.
Svo kom Tómas í heimsókn til mín í gær og við fengum að fara með mömmu niðrá videoleigu í strætó og taka spólu(r) og horfðum svo á þær til við vorum orðnir rangeygðir. Æi þetta var nú bara svona þannig dagur, ógisslega kalt og svo kósí að liggja í mömmu rúmi með mandarínur og rúsínur og horfa á Hróa Hött. Hérna á myndinni má sjá hvað ég var orðinn sybbinn á öllu glápinu :)
Svo í gærkvöldi var ég inni í mömmu herbergi að skoða bækur en mamma mín var frammi að læra og horfa með öðru auganu á einhverja hálflélega ammríska bíómynd. Allt í einu heyrðust miklir byssuhvellir úr sjónvarpinu og ég kom hlaupandi fram. 'Hvað var þetta mamma?' sagði ég æstur. 'þetta var bara byssuhvellur í sjónvarpinu' sagði mamma mér
'en mamma, ég var búinn að byggja fyrir þig byssu úr legókubbum inni í herbergi, ef það koma aftur ljótir kallar og ætla að skjóta þig þá skaltu ná í hana og svo ýtirðu á takkann og PJANG og þá kemur eldur úr henni og fer í ljótu kallana og Ööööðððjjj þá detta þeir svona niður' sagði ég við mömmu mína. 'en mamma mamma' bætti ég við 'ekki nota byssuna nema í neyð'.

Haldiði að sé munur að hafa svona verndarengil?

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Hann er yndislegur thessi drengur, besti gullmori sem ad eg hef heyrt lengi :-)

5:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home