þriðjudagur, september 20, 2005

Out of the mouth of babes

ég kom nú móður minni til að hlæja áðan. Við erum nefnilega að vinna í því að ég sofi í mínu herbergi í mínu rúmi, nokkuð sem ég er nú ekkert allt of hrifin af.
Í gærkvöldi lá mamma með mér inni í herbergi og var að lesa fyrir mig og ég spurði hvort ég mætti ekki sofna í hennar rúmi sem ég mátti ekki og mamma útskýrði fyrir mér að ég mætti það ekki því að ég væri svo stór strákur og stórir strákar svæfu í sínu eigin rúmi. Mér fannst þetta nú óþarfa níska í móður minni og benti henni á að hennar rúm væri nú töluvert stærra en mitt og að það væri nóg pláss fyrir okkur bæði þar. Þá kom nú mamma með heldur ógnvekjandi skýringu og byrjaði að tala um einhvern kall sem hún ætlaði kannski einhvern tíma að eignast sem myndi þá vilja sofa í rúminu hennar. Ég sá nú alla vankanta á þessu og stakk upp á ýmiss konar útfærslum sem leyfði okkur öllum þremur að sofa í mömmu rúmi en hún var einhvern veginn alveg harðákveðinn í því að ég ætti að sofa í mínu rúmi svo ég gafst upp og fór að sofa.
Auðvitað hélt mamma að ég væri þar með búinn að gleyma þessu samtali [hún var allavegna búin að því] en svo í kvöld þegar kominn var háttatími sagði ég upp úr þurru
'Mamma, þú þarft ekki að eignast neinn kall, þú átt mig' ..... þögn [er hún ekki að hlusta á mig]
'MAMMA, geeeeeeeeeeeeeeerðu það eeeeeeeeeekki eignast kall' ... þá hló mamma bara og teygði sig í tölvuna sína 'Mamma, ertu að fara að gá hverjum þú átt að giftast?'
Æi ef lífið væri nú svona einfalt :-)

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Eg ligg i krampa herna, thetta er yndislegur drengur... asskotans!!! get eg lika fundid minn i tolvunni***

5:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home