mánudagur, desember 03, 2007

útstáelsi alltaf hreint á þessu fullorðna fólki

Um daginn fékk ég að sofa hjá ömmu langömmu eins og ég kalla hana iðulega. Hún amma langamma heitir sko Sigrún alveg eins og hún mamma mín (sem er enda skírð í höfuðið á henni) og er alveg frábær kelling. Ótrúlega hress og flott kona af 77 ára að vera. Hún og afi Halldór búa á Selfossi og þar var foreldrum mínum boðið að gista. Þannig að ég ég fékk að vera hjá ömmu á meðan. Þegar líða tók að háttatíma var ég nú eitthvað lítill í mér og vildi fara að hringja í mömmu mína. En amma tók það ekki í mál

Amma langamma: veistu það Egill Orri að hún mamma þín er að skemmta sér og hún má það bara alveg. Við skulum bara leyfa henni að vera í friði"

Egill Orri: En hún er ALLTAF að skemmta sér!

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

ja eg skil alveg hvad thu att vid Egill minn. thu skallt bara fa ad sofa heima hja mer naest. knus fra London

6:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home