miðvikudagur, október 03, 2007

dramadrottning

Ég er nú meiri dramadrottningin. Í kvöld fékk ég þá flugu í höfuðið að ég ætti að fá að gista hjá afa mínum. Ég fékk að hringja í hann og þegar mér var synjað um þessa bón (af móður minni NOTA BENE, afi minn stenst engin áköll frá mér) ákvað ég að skrúfa hressilega frá táraflóðinu og henti mér á baðherbergisgólfið í "ó-mig-auman" stíl par excellance.
Afi kom að sjálfsögðu hlaupandi ofan úr Hraunbæ þegar hann heyrði grátinn. Hann sagði mér langa músasögu og við það sofnaði ég.
Ég kann þetta alveg!

4 Comments:

Blogger Inga Lara said...

je minn, hvilikt drama!

7:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æ hvað þú átt nú góðan afa. En hvernig var í stelpuafmælinu??

4:04 e.h.  
Blogger Sigrún said...

Það var nú bara alveg fínt og ég kvartaði ekki mikið þegar á hólminn var komið. En ég var heldur ekkert að suða um að vera lengur þegar mamma mín sagði að tími væri kominn til að fara.
Bráðum kem ég að sjá litluna þína Maja sæta....

2:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vei :)

12:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home