þriðjudagur, september 25, 2007

Hamar & Sög ?

Á laugardaginn fórum ég, mamma og Matti til Sólveigar (frænku mömmu) & Kjartans að skoða litla prinsinn þeirra sem fæddis á þeim flotta degi 20.07. 2007! Anyway þau búa á Birkimelnum og mamma mín (sem er með alzheimer á síhækkandi stigi) gat ómögulega munað hvað Birkimelur var. Við keyrðum vesturbæinn þveran og endilangan og fundum alla aðra -meli en Birki. Á þessum rúnti segir Matti allt í einu "Sjáðu, þarna er Hótel Hamar"
Mamma Sigrún: "Neeeei þetta er ekki Hótel Hamar, þetta er Melaskóli"
Matti: "NEI ekki þetta hús, ÞETTA hús, þarna með bláa"
Mamma Sigrún: "Nei er þetta ekki Hótel Saga þar sem veislan var þegar mamma þín og Hilmar giftu sig?"
Matti: "Æji já, það er svo langt síðan ég gifti mig að ég var alveg búinn að gleyma að þetta er Hótel Sög"
:) :)

2 Comments:

Blogger Bryndís Ýr said...

Hahahahahahahahahahahahah Hahahahahahahaha :D

Jesús Pétur hvað ég er búin að hlæja mikið! Það er sem sagt soldið langt síðan ég kíkti hér inn síðast og vá hvílík og önnur eins skemmtun ;)

Búin að lesa alveg frá því að þú varst "með sundgleraugu á hausnum" "og öskraði[r] eins og móðursjúk hæna."... og mömmu þinni fannst þú eitthvað svo aulalegur og þangað til dagsins í gær.

Þú ert stórkostlegur Egill Orri, og mamma þín er með eindæmum skemmtilegur penni!

Bestu kveðjur
Bryndís Ýr

11:48 e.h.  
Blogger Inga Lara said...

Oh Matti, thu ert alveg yndislegur - eg skil vel ad thetta se ad ruglast hja ther.

9:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home