mánudagur, janúar 29, 2007

Þá stórt er spurt?

Í morgun var mamma mín að reyna að vekja mig í leikskólann. Ég hafði sko fengið að sofa í mömmu rúmi því hún og pabbi voru búin að vera svo lengi í útlöndum. Nema hvað þegar mamma er að reyna að ræsa mig þá muldra ég í svefnrofanum "en ég má jú vera í fríi í dag í leikskólanum". Ekki hélt mamma nú að það gengi upp því hún og pabbi þyrftu bæði að fara í vinnuna. Ég var nú ekki sáttur við þann ráðahag, settist upp og sagði ofurskýrt "ertu frá þér kona! ég hef ekki séð foreldra mína í marga daga!"

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú hefur ekki séð mig í marga mánuði!! þetta gengur ekki lengur, ég sakna kjulla pulla míns knús þín mæsa

1:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home