þriðjudagur, október 10, 2006

Langt frá mömmu minni

Þessa vikuna er ég heima á Íslandi. Langt í burtu frá mömmunni minni. Henni finnst það óneitanlega dálítið skrítið að vera hérna í Lundi án þess að fara að sækja mig á leikskólann. En hún veit nú samt að ég hef það óskaplega gott hjá honum pabba. Um helgina var líka Marteinn bróðir minn í Reykjavík sem var náttúrulega bara risabónus. Við fórum til ömmu Gróu og létum spilla okkur og dekra og svo fórum við í bíó og ég veit ekki hvað.
Á föstudaginn kem ég svo aftur til mömmu minnar og þá held ég nú að það verði líka fagnaðarfundir hjá okkur Leó besta vini sem er orðinn soldið langeygður eftir smá félagsskap. En þangað til verður lítið við að vera hérna á blogginu mínu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home