sunnudagur, júní 18, 2006

Veikindi?

"Mamma, ég er veikur" sagði ég um leið og ég vakti hana í morgun
"Æ æ, þá geturðu ekkert farið út í sólina í dag" sagði mamma (sem grunaði að ég væri að plata)
"Já, ég er ofsalega veikur" sagði ég og hóstaði veiklulega.
"Það var nú leiðinlegt, en þú ert samt ekki heitur" sagði mamma og þreifaði á enninu mínu
"Já en ég er það samt, ég prófaði mælinn í morgun og ég sá að ég var 10 - 9 - 7 veikur" svaraði ég ákveðinn "ég get alls ekki farið í leikskólann í dag"
"En það er enginn leikskóli í dag ástin mín, það er sunnudagur" svaraði mamma þá
[þögn] ---- [síðan, eftir smástund]
"Mamma! ég er batnaður!"

4 Comments:

Blogger Maja pæja said...

þúrt met :)

9:13 e.h.  
Blogger Inga Lara said...

Thessi leikur verdur abyggilega leikin aftur og aftur thegar ad thu byrjar i skolanum....

12:29 e.h.  
Blogger Sigrún said...

Það fyndnasta er nú samt að mér finnst virkilega gaman í leikskólanum og vil ekkert láta sækja mig þegar mamma kemur.

5:02 e.h.  
Blogger Inga Lara said...

Who said life was straight forward?

1:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home