mánudagur, júní 19, 2006

Svefnpurrki

Það er ýmist í ökkla eða eyra hérna á þessu heimili. Ég er hættur að rífa mig upp fyrir allar aldir eins og ég var vanur en einungis til þess núna að móður mín þarf að bókstaflega draga mig á lappir kl. 9 á morgnana. Mamma heldur reyndar að þetta sé vegna þess hitans. Ég hamast úti að leika mér allann daginn og sofna uppgefinn á kvöldin með hálfgerðan sólsting. Mamma mín stendur mig stundum að því að vera að fara að dingla hjá fólkinu með köttinn og í gær sagði ég við mömmu "Mamma! af hverju má aldrei kattarfólkið passa mig?".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home