föstudagur, júní 16, 2006

Klipping

Mjér leiðist frekar mikið að fara í klippingu en ég er þó farinn að meðtaka að þetta sé nauðsynlegt svona endrum og einu sinni (það er með öðrum orðum ekki lengur þörf á að fara með mig heim hálfklipptan eins og kom fyrir í Borgarnesi einu sinni). Í dag var sumsé klippidagur og við mamma fórum niðrí bæ. Þegar ég byrjaði að láta ófriðlega brá mamma mín á gamla múturáðið - ís skyldi keyptur ef ég sæti kyrr. Það virkaði nánast alveg og ég sat svona nokkuð kyrr þar til yfir lauk. Svo röltum við mamma í Leklust og keyptum nýjan hjólahjálm og svo á videoleiguna þar sem ég fékk - nema hvað - Scooby Doo spólu. Meiri dekurrófan sem ég er.
Á morgun er svo enginn venjulegur laugardagur, neihei það er sko 17. júní!! Þá ætlum við að taka okkur saman nokkrar fjölskyldur og baka fjall af vöfflum og hafa leiki og ýmislegt skemmtilegt uppi í 7-u (þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil). Vei vei þá verður nú gaman.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

vid attum nu lika heima i 5-unni - thott stutt og throngt vaeri....

12:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home