föstudagur, júní 09, 2006

Þetta fullorðna fólk er svo skrítið

Í gær á leiðinni heim úr leikskólanum tilkynnti ég mömmu að ég vildi fara að spyrja eftir Leó. Mamma mín sagði að það væri í lagi en það gæti verið að hann væri ekki heima þar sem pabbi hans var að fara til Íslands og kannski væri Leó með mömmu sinni að skutla honum niðrá lestarstöð.
"Af hverju fór Reynir (pabbi Leós) til Íslands?" spurði ég þá.
"Því hann er að fara í brúðkaup" svaraði mamma mín
"Hvað er það" hélt ég áfram
"Það er þegar maður giftir sig" útskýrði hún þá.
"Hverjum þá" - forvitni minni var ekki svalað
"Bara einhverjum sem maður elskar" var svarið.
"Vildi hann ekki lengur eiga Katrín?" spurði ég gáttaður.
Ég meina hvað veit maður? - Þetta fullorðna fólk er svo skrítið. :-)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Heheheheh.. já það er oft erfitt að skilja þetta fullorðna fólk!!

-Katrín

11:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home