mánudagur, júní 12, 2006

Dugnaðarforkur

Í gær þurftum við mamma mín að fara niðrí bæ að skila videóspólum. Við rétt misstum af strætó (sem gengur bara á hálftímafresti á sunnudögum) svo við gerðum okkur lítið fyrir og hjóluðum niður í bæ og tilbaka. Mamma er náttúrulega alvön þessu en ég hef aldrei áður hjólað svona langt á mínu hjóli. Ég hjólaði alla leið, án hjálpardekkja að sjálfsögðu, og heim aftur án þess að væla (neitt mikið). Þetta gekk stóráfallalaust fyrir sig. Ég klessti að vísu aðeins á skiltastaur en það var bara af því ég var að dást svo mikið að skugganum mínum. Ég var pínureiður út í staurinn og sparkaði soldið í hann enda var þetta mjög heimskur staur. En ég jafnaði mig fljótt og við komumst heim áfallalaust eftir það. Mamma mín var voðalega stolt af stráknum sínum sem ekki einungis hjólaði sjálfur heldur suðaði ekkert á videoleigunni. Ég get nú verið algjört ljós þegar ég vil vera það sko.
Hérna er ég svo í gærkvöldi, steinsofnaður í sófanum, þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að vera ekkert þreyttur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home