fimmtudagur, apríl 20, 2006

Týndur ....

Ég fékk að fara út eftir kvöldmat í 'smá' stund. Þegar mamma kom út að leita að mér fann hún mig hvergi. Hún hljóp um allan "Kemmann" að leita að mér, niðrí í 3-u og upp í 11-u, niðrá Delphi og út á kastalarólu. En hvergi fannst ég. Nú var mamma mín orðin verulega hrædd. Farin að halda að ég hefði leiðst á brott með einhverjum. Tók eina lokaleit út á "götu" þ.e. hjá bílastæðunum og hver var þar að leika sér með lítinn bolta? Egill Orri Elvarsson. Sem betur fer. Það urðu nú fagnaðarfundir þar þegar mamma útskýrði hvað hún hafði orðið hrædd. "En mamma, ég var bara að leika mér med en liten boll" sagði ég últrasaklaus og sorgmæddur yfir að hafa valdið móður minni svona miklum áhyggjum.
En annars var þetta prýðisdagur, ég fór í klippingu og er voðalega fínn um hárið. Svo fékk ég líka fallega sumargjöf frá mömmu minni - rosalega skemmtilegt spil.
-0- Glad sommar allihopa -0-

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gledilegt sumar elsku Egill Orri og Sigrun litla
Kvedja fra Unni ommu i Edinborg, tar er lika suamr

12:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home