þriðjudagur, apríl 25, 2006

Nýju fötin keisarans

Ég er lítill drulluhali. Mamma mín skilur eiginlega ekki alveg hvernig ég fer að því að geta gert mig svona skítugan á tiltölulega stuttum tíma. Við fórum í bæinn í dag og fórum í H&M þar sem mamma keypti voðalega flott föt á mig í tilefni komu sólarinnar til Lundar. Svo grenjaði ég út MacDonald's hádegisverð og svo settumst við á Stortorget, sleiktum sólina, borðuðum matinn okkar og ég prílaði soldið á einu listaverki sem er þarna á miðju torginu. Það 'skítti' mig ekki alveg nóg út svo ég bætti aldeilis um betur þegar við fórum með Leó í Stadsparken og náði að því er virðist að velta mér upp úr drullupolli, allt í nýja ljósgræna pólóbolinn minn sem móðir mín hefur enga von til að ná úr í þessum vonlausu þvottavélum hérna á Kjemmanum. En þetta er víst bara svona þegar maður er lítill strákur. Til of mikils ætlast að halda sér hreinum.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

lifid er bara drulla thegar ad madur er 5 ara :-)
vonandi eldist thetta af honum, ekkert verra en fullordnir menn sem vellta ser um i drullupollum

8:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home