laugardagur, mars 11, 2006

Góð byrjun á góðum degi

Laugardagar eru dagarnir okkar mömmu. Þá gerum við oft eitthvað skemmtilegt. Í morgun byrjuðum við til dæmis daginn á því að fara út í Willy's með allar tómu kók-light dósirnar hennar mömmu og ég fékk að dæla þeim öllum ofan í kremjuvélina. Mér finnst fátt skemmtilegra. Eftir það settum við afmælispakkann hans Hjartar Snæs í póst og drifum okkur svo niðrí bæ í sólskininu (en kuldanum samt). Þar fórum við á Statsbiblioteket (Bæjarbókasafnið) og fundum okkur kósí sófa og lásum fullt fullt af bókum og spiluðum spil. Eftir það mátti ég velja hvort ég vildi fara á videóleiguna að velja mér spólu eða í dótabúðina að velja mér eitthvað spil. Ég valdi dótabúðina svo við settum stefnuna á Jättekul og þar valdi ég mér rosaflott lúdó. Næst var stefnan sett á MacDonald's (þennan nýja við Svenshögsvägen) og þar fékk ég minn venjulega skammt af kjúklinganöggum og frönskum með tómatsósu. Þegar þessu öllu var lokið var klukkan orðin nálægt því tvö og við mamma röltum heim því Leó Ernir ætlaði að koma í heimsókn að leika.
********
Á leiðinni:
Mamma: Áái
Egill Orri: Hvað er að?
Mamma: Þessi stígvél eru aðeins að meiða mig
Egill Orri: Já, ætli þau séu ekki bara full af pöddum og lirfum og svoleiðis?
********
Stundum skilur mamma mín ekki alveg hvað ég er að spá.

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Obbosslega áttu nú góða mömmu litla sænska kjötbollan mín :)

6:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home