miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Grímuball


Síðasta föstudag (18.11) var grímuball á deildinni minni í leikskólanum. Þar sem ég er nú orðinn frekar ríkur af búningum gat ég alveg valið um hvað ég vildi vera en ákvað á endanum að vera pardusdýr. Ástæðan var sú að Birta vinkona mín átti eins búning og okkur fannst ótrúlega gaman að geta verið í eins búningum. Við þóttumst vera hjón og hér sést mynd af okkur með afkvæmið okkar. Við Birta erum samt sko búin að ákveða að við ætlum að gifta okkur þegar við verðum stór. Æi það er nú agalega gott að vera búin bara að koma þessu frá, þá þarf ég ekkert að hafa áhyggjur af þessu seinna.
Annars finnst mömmu minni ég sýna þess merki að vera soldið svona óvenjulegt barn. Í morgun þegar ég vaknaði þá byrjaði ég strax að suða um að fá að fara til tannlæknisins. Mamma mín reyndi að útskýra fyrir mér að maður þyrfti bara að fara einu sinni á ári til tannlæknis þegar maður er svona lítill, þess vegna færi ég ekki aftur fyrr en ég væri orðinn 5 ára. Mér fannst þetta nú fáránleg níska af tannlækninum og sá ekkert því til fyrirstöðu að ég fengi að fara fljótlega aftur. Þannig að so far hafa þessar tvær setningar komið út úr mér hérna í haust
1. En mig langar svo að læra dönsku
2. En ég vil fara til tannlæknis
Hvað er næst? Ég krefst þess að fá að taka til í herberginu mínu???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home