laugardagur, júní 02, 2007

Leó í heimsókn

Í dag ætlar Leó besti vinur að gista hjá mér og við fengum að fara í Húsdýragarðinn og fara í fullt af tækjum og fá grillaðar pulsur og marga marga ísa. Svo komum við heim og fengum að fara í playstationleiki og fá laugardagsnammi og allt. Þvílíkt dásemdarlíf á tveimur piltum. Það er nú vart hægt að fara fram á meira.
Annar er ég ótrúlega sprækur þessa dagana og er farinn að tala mikið um það að byrja í skóla. Búinn að fara í nokkrar heimsóknir þangað og finnst þetta allt alveg ofsalega spennandi. Fékk þvílíka lofrullu í foreldraviðtalinu í leikskólanum að pabbi minn var eiginlega farinn að efast um að hún Gunna deildarstjóri væri að tala um rétt barn. Hún sagði að það væri hrein unun að hafa mig á deildinni, ég væri hvers manns hugljúfi og svo gáfaður & greindur að ég ætti nú heldur betur eftir að gera það gott í skólanum. Mamma & pabbi voru auðvitað ofsalega stolt af eiga svona duglegan strák en vildu samt óska þess að ég sýndi meira af þessum töktum heima fyrir þar sem ég er oftar en ekki eins og geðvondur unglingur!!
Í gær átti Matti bróðir minn afmæli & á morgun á amma Unnur afmæli. Ammsa of afi koma í heimsókn á morgun í tilefni dagsins og þá ætla ég nú aldeilis að knúsa hana ömmu mína bestu bestu.
Önnur afmælisbörn í mánuðnum eru Halldór frændi minn (19.6), Inga frænka (26.6) og pabbi minn (29.6).

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

rosalega er gaman hja ther Egill minn. Og gott ad thu hlakkar til ad byrja i skolanum

7:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta kemur nú henni Mæbbu ekki á óvart þ.e. þetta með gáfurnar.. alveg með eindæmum skýr drengur ;) en ég er sammála henni mömmu þinni samt að þú mættir stundum vera þægari heima við ;)

12:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home