fimmtudagur, nóvember 24, 2005

No news is good news

Hvað get ég sagt. Það er bara ekkert að frétta af mér í dag. Dagurinn leið eins og hver annar. Ég er alsæll á leikskólanum, hleyp inn á morgnana og get ekki beðið eftir að hitta alla vini mína og fara að leika mér. Mathias er besti vinur minn en líka Birta og Katrín.
Eftir leikskóla fékk ég að horfa á Hróa Hött í litlu tölvunni minni og svo fór ég í laaaaaaaaangt bað. Mér er aftur farið að finnast gaman í baði og er að verða kominn með ALLT dótið mitt með mér í baðið. Hef sérstakt yndi af því að byggja hin ýmsu vopn sem móðir mín á að nota til að verja sig gegnt öllum ljótum köllum á svæðinu.
Mest um vert er þó auðvitað að ég er í einstaklega góðu jafnvægi þessa dagana. Ég er ofsalega glaður og hamingjusamur lítill drengur og hvers manns hugljúfi. Svo er ég líka bara svo þægur og meðfærilegur. Mamma mín er satt best að segja orðin pínulítið stressuð yfir því að þurfa að raska þessu jafnvægi með því að fara heim um jólin. :-(

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home